|
á endalausu ferðalagi...
|
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
|
Vorið er komið og grundirnar gróa..... Ójá ég held nú það (ég vona það allavega). Núna er hitastigið að stíga í kringum 10° og sólin er farin að verma þar sem hún skín. Mér finnst þetta bara vera skemmtilegasti tíminn og ekki spillir að búa í útlöndum þar sem að það vorar fyrr og endist lengur enn á Íslandi. Annars erum við búin að eiga fína helgi við fjölskyldan. Í gær kíktum við til Flensburgar, alltaf gaman að kíkja þangað og í dag í góða veðrinu fórum við í koloni garðinn okkar að vinna. Viktor var bara hinn hressasti í garðvinnu og passaði upp á að jafna út garðinn og rífa upp gras fyrir okkur. Ég verð nú að segja það að miðað við pottinn sem var í garðinum í dag, þá lítur sumarið bara vel út og að það verði nauðsynlegt að eiga litla sundlaug til að kæla sig niður!! Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|